Gott mál fyrir okkur Nallara.

Það er nóg að missa Flamini þetta árið og gott að heyra þetta fra  Adebayor en hann á bara eftir að verða betri,annað en Ronaldo hann getur ekki orðið betri eða ég vona það allavega.

mbl.is Adebayor: Ég er ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram I.B.V.

Jæja,loks er íslenski boltinn byrjaður.Maður var svolítið spenntur að sjá hvernig I.B.V.kæmi undan vetri og fór að horfa á strákana etja kappi við Leikni á Hásteinsvelli.Maður var ekki fyrir vonbrygðum  með leik okkar manna sem léku oft á tíðum góðan bolta og unnu sannfærandi sigur 2-0 og var sá sigur síst of stór.Var ánægður með Albert í markinu sem var sífellt kallandi í menn og hélt þeim vel við efnið , vörnin flott og hirti Andri háu boltana sem komu og einnig var Garner eins og herforingi  en allt liðið var að spila vel og hefði Atli  bætt við 2-3 mörkum í viðbót en hann setur þau bara frir norðan á móti Þór um næstu helgi.3stig í höfn og vonandi fáum við að sjá sem mest af svona skemmtilegum leikjum í sumar.Greinilegt er að Heimir er að gera fína hluti.'Afram I.B.V.

fullmikil hækkun

þetta er kannski fullmikil hækkun en mun ekki stoppa mann að fara á leiki ,en mínir menn í I.B.V.eru að spila í 1.deild og veit ég ekki hvort þessi hækkun nær líka yfir neðri deildirnar.Vonandi fara strákarnir okkar upp í efstu deild og mun ég þá glaður borga 1500 kr.

mbl.is Miðaverð á Landsbankadeildina hækkar: 1500 krónur á leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur kallinn rétt fyrir sér?

Það eru auðvitað mestu líkurnar á því að United verði meistari, en þeir eiga engann stórleik á næstunni svo þeir gætu alveg fengið dæmda á sig vítaspyrnu !!  hahaha...

mbl.is Wenger spáir Man Utd titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarorlof.....eða sauðburður í eyjum

Ég hef ekki séð mér fært að kíkja í tölvu síðustu vikuna, vegna mikilla anna, m.a. sauðburður hjá okkur Dallasbændum, ég hef nú verið í fæðingarorlofi eins og "vinir" mínir kalla það. Þetta er skemmtilegasti tími ársins hjá okkur í Dallas, nú fæðast lömb á hverjum degi, hvert öðru fallegra. Nú eiga sjö eftir að bera og vonandi klárast þetta um helgina, þetta er svolítil törn á meðan þetta gengur yfir það þarf að líta eftir þeim á þriggja til fjögurra tíma fresti.

Ég missti meira að segja af meistaradeildarleikjunum í vikunni, var að taka á móti... en Liverpool féll víst úr keppni enda áttu þeir aldrei að vera í fjögurra liða úrslitum því þeir komust auðvitað bara þangað með dyggri aðstoð flautukóngsins.   

Ég ætlaði að setja inn mynd sem ég fékk senda í dag frá einum góðum vini mínum, það gekk bara ekki en ég ætla að reyna að setja hana í myndalbúmið í staðinn, Rúnar endilega kíktu á hana!! 

Ég er líka með nokkrar landnámshænur í garðinum heima, konunni minni til mikillar ánægju, eða þannig Frown  ég skíri þær eftir leikmönnum Man United, enda miklu auðveldara að slátra þeim þegar þess þarf. 

Meira seinna, ætla að kíkja á lömbin mín.... 

 

 


Áfram Henry!!!

Vonandi verður minn gamli leikmaður með, og sýnir gamalkunna takta á móti United. Þetta verður svaka leikur tveggja góðra liða og ég ætla rétt að vona að Barcelona vinni þetta, þó ég haldi að United séu of sterkir fyrir þá. En United menn hafa verið að spila frábærlega með Ronaldo og Rooney í broddi fylkingar.

mbl.is Henry veikur og óvíst hvort hann leiki gegn Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lundaveiði

Eftir mjög góðan fund um lundaveiði við Vestmannaeyjar sýnist mér á öllu að menn verði að draga úr veiðinni í sumar, svipað og flestir veiðimenn gerðu í fyrrasumar. Vonandi verða bjartari tímar í lundaveiði framundan en þá þarf ástand sandsílis að lagast.

Fyrsta bloggið

Fyrsta bloggið.... prufa

« Fyrri síða

Höfundur

Guðni Hjörleifsson
Guðni Hjörleifsson
Eyjamaður, Elliðaeyjingur og frístundabóndi

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband