7.6.2008 | 19:57
Mínir menn með fullt hús!!
Var virkileg ánægður með leik minna manna, þar sem mér fannst allir leikmenn skila sínu. Gaman að sjá ungu peyjana hvað þeir eru að gera góða hluti, þar sem leikgleðin og baráttan er í fyrirrúmi. Heimir er greinilega að gera góða hluti með liðið. Sigurinn á móti Fjarðarbyggð hefði getað orðið stærri, en ég er samt alveg ánægður með 3-0 sigur á ágætis liði að austan. Bjarni Rúnar skoraði glæsilegt mark, rétt fyrir leikhlé, og er hann mjög vaxandi leikmaður. Hin tvö mörkun komu strax í byrjun seinni hálfleiks, ég sá þau ekki nógu vel því ég var að sækja kaffi fyrir Rósu mína... geri það nú ekki aftur .
Andri gerði annað markið, og átti hann mjög góðan leik á miðjunni, og Gústi það þriðja og skilaði hann sínu vel í leiknum. Annars er erfitt að taka einhvern sérstakan út úr leiknum sem bestan, markvarslan og vörnin voru mjög góð og ég er mjög ánægður með val Heimis á fyrirliða liðsins, Matt Garner hefur greinilega milkla forstuhæfileika, duglegur að hrósa ungu strákunum og er alltaf að kalla til leikmanna,segja þeim til og hrósa þeim. Einnig stóð Egill Jóh sig mjög vel á miðjunni, og verður spennandi að sjá hvernig þriðji og sá yngsti kemur til, því þeir verða bara betri þessir bræður, hvaðan skyldu hæfileikarnir koma? er það mamman? eða bara Steinar frændi? hver veit?
Atli frændi skilaði sínu, þó ekki hafi hann skorað í þessum leik, en hann er alltaf hættulegur þegar hann er kominn fram yfir miðju
Vona að eyjamenn fari að fjölmenna á völlinn, því strákarnir eiga það skilið að við stöndum við bakið á þeim, og eins og einn góður maður sagði við mig í gær, " nú þekki ég liðið mitt, leikgleðin og baráttan í fyrirrúmi" hann hefur ekki farið á leik í mörg ár hann kom í gær og ætlar svo sannarlega að koma á fleiri leiki, og vonandi fylgja fleiri eyjamenn fordæmi hans.
ÁFRAM ÍBV
ÍBV með fullt hús stiga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Guðni minn. Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég hef alltaf sagt þetta með þessa bræður. Þeir hafa nákvæmlega sömu takta og getu eins og frændinn hafði. Frændinn kunni bara ekki að sýna hæfileikana, en þeir voru til staðar.
Steinar frændi. (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.